Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:30 Arnar Grétarsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti. „Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
„Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira