„Staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2023 10:01 Haukur Þrastarson hefur meira og minna verið meiddur síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson naut þess til hins ítrasta að snúa aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hann segir að bataferlið hafi gengið vel en fer sér engu óðslega. Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“ Pólski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“
Pólski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira