Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2023 15:19 Lillaróló við Höfðatún á Hólmavík hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið. Strandabyggð Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló. Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð Strandabyggð Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð
Strandabyggð Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira