Opnar sig um veðmálafíknina sem hafi valdið miklum skaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 23:31 Phil Mickelson opnaði sig um veðmálafíkn sína. Mike Stobe/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að veðmálafíkn sem hann hefur glímt við undanfarin ár hafi valdið miklum skaða og erfiðleikum í samskiptum hans við vini sína og fjölskyldu. Hann segist þó í dag vera á réttri leið. Mickelson, sem hefur sex sinnum fagnað sigri á risamóti í golfi, segir að á undanförnum árum hafi veðmálahegðun hans þróast úr því að vera hófleg yfir í það að vera fíkn. Í síðasta mánuði greindi atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters frá því að Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Mickelson segir að fíknin hafi haft gríðarlega slæm áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini, en að þrátt fyrir að hann hafi veðjað háum fjárhæðum í gegnum tíðina hafi hann aldrei sett sig eða fjölskylduna í fjárhagsvandræði. „Það var eins og ég væri lokaður inni í skýli og vissi ekki af storminum sem geysaði úti,“ ritaði Mickelson á samfélagsmiðla sína. „Peningar voru aldrei vandamálið þar sem fjárhagsstaða okkar hefur alltaf verið tryggð, en ég var svo utan við mig að ég gat ekki varið til staðar fyrir þau sem ég elska og það olli miklum skaða. Þessi fjarvera hefur haft gríðarlega slæm áhrif.“ „Eitthvað sem ég heyrði oft þegar ég glímdi við fíknina var: „Þú ert hérna en þú ert ekki með okkur.“ Það hafði áhrif á þá sem mér þykir vænt um á vegu sem ég vissi ekki af eða skildi ekki.“ Most of you will enjoy this football season with moderation while having lots of fun and entertainment. The fantasy leagues will provide banter amongst friends and money won or lost betting won t affect you. I wont be betting this year because I crossed the line of moderation and — Phil Mickelson (@PhilMickelson) September 18, 2023 Þá þakkar Mickelson konu sinni, Amy, fyrir sýndan stuðning í gegnum ferlið. „Hún hefur elskað mig og stutt í gegnum mína erfiðustu og myrkustu tíma. Ég hefði ekki komist í gegnum þetta án hennar,“ ritaði Mickelson. „Eftir mörg ár af því að sækja mér hjálp, sleppa því að stunda fjárhættuspil og að vinna í að jafna mig á fíkninni get ég nú setið kyrr, verið til staðar í núinu og lifað hvern dag með innri frið og ró.“ Golf Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Mickelson, sem hefur sex sinnum fagnað sigri á risamóti í golfi, segir að á undanförnum árum hafi veðmálahegðun hans þróast úr því að vera hófleg yfir í það að vera fíkn. Í síðasta mánuði greindi atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters frá því að Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Mickelson segir að fíknin hafi haft gríðarlega slæm áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini, en að þrátt fyrir að hann hafi veðjað háum fjárhæðum í gegnum tíðina hafi hann aldrei sett sig eða fjölskylduna í fjárhagsvandræði. „Það var eins og ég væri lokaður inni í skýli og vissi ekki af storminum sem geysaði úti,“ ritaði Mickelson á samfélagsmiðla sína. „Peningar voru aldrei vandamálið þar sem fjárhagsstaða okkar hefur alltaf verið tryggð, en ég var svo utan við mig að ég gat ekki varið til staðar fyrir þau sem ég elska og það olli miklum skaða. Þessi fjarvera hefur haft gríðarlega slæm áhrif.“ „Eitthvað sem ég heyrði oft þegar ég glímdi við fíknina var: „Þú ert hérna en þú ert ekki með okkur.“ Það hafði áhrif á þá sem mér þykir vænt um á vegu sem ég vissi ekki af eða skildi ekki.“ Most of you will enjoy this football season with moderation while having lots of fun and entertainment. The fantasy leagues will provide banter amongst friends and money won or lost betting won t affect you. I wont be betting this year because I crossed the line of moderation and — Phil Mickelson (@PhilMickelson) September 18, 2023 Þá þakkar Mickelson konu sinni, Amy, fyrir sýndan stuðning í gegnum ferlið. „Hún hefur elskað mig og stutt í gegnum mína erfiðustu og myrkustu tíma. Ég hefði ekki komist í gegnum þetta án hennar,“ ritaði Mickelson. „Eftir mörg ár af því að sækja mér hjálp, sleppa því að stunda fjárhættuspil og að vinna í að jafna mig á fíkninni get ég nú setið kyrr, verið til staðar í núinu og lifað hvern dag með innri frið og ró.“
Golf Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira