Flotbryggja slitnaði frá landi Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 06:55 Íbúum Bakkafjarðar tókst að bjarga bátunum fimm. Aðsend Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn. Langanesbyggð Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn.
Langanesbyggð Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira