Flotbryggja slitnaði frá landi Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 06:55 Íbúum Bakkafjarðar tókst að bjarga bátunum fimm. Aðsend Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn. Langanesbyggð Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að þó verði ekki alveg þurrt á Austurlandi í dag en veður verði mun skaplegra. Einnig hafi dregið vel úr vindi. Veðrið náði að valda töluverðum usla á Bakkafirði í gærkvöldi þegar flotbryggja í Bakkafirði slitnaði frá landi í vonskuveðri. Lesandi, sem sendi Vísi meðfylgjandi mynd, segir að fimm bátar hafi verið við bryggjuna og að tekist hafi að bjarga þeim yfir á aðrar bryggjur. Síðan hafi náðst að koma böndum á bryggjuna og tryggja hana í bili. Óli Þór segir að alda hafi verið há við Bakkafjörð í gær og í nótt. Það skýrist af því að stífur vindur hafi staðið úr sömu átt inn Bakkafjörðinn til lengri tíma og að Bakkafjörður sé mjög opinn. Þá séu flotbryggjur þess eðlis að þær þoli litla öldu og vind. Litlar skriður gætu enn fallið Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í fyrradag séu allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið og því sé vel fylgst með stöðunni. Ekki sé talin ástæða til frekari rýminga að svo stöddu. Þar segir jafnframt að lítilsháttar úrkoma verði að líkindum í dag og næstu daga. Þá fylgist Veðurstofan með grunnvatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði. Fyrir þessa úrkomu hafi hún verið mjög lág en hækkað í mörgum holum í gær. Staðan sé enn ekki orðin há, en tíma taki fyrir vatnið að hripa niður í jarðveginn.
Langanesbyggð Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira