Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2023 16:27 Hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson birti þessa mynd á miðli sínum í gær. Þar sést skotið úr byssu hvalveiðiskips Hvals hf. í Hvalfirði. Myndin er sögð tekin í gær. Paul Watson Foundation Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02