„Eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2023 11:30 Man United átti erfitt uppdráttar í Þýskalandi. Ash Donelon/Getty Images Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum. Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Man United hefur byrjað tímabilið illa heima fyrir og tapað þremur af fimm leikjum sínum. Í gær mætti liðið á Allianz-völlinn í Bæjaralandi þar sem heimamenn í Bayern München biðu þeirra. Fyrir leikinn hafði Bayern unnið 13 leiki í röð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ekki tapað í 34 leikjum. Bæði eru met. Það voru því fá sem spáðu sigri gestanna. „Það eru ekki mörg lið sem feita hesti eftir viðureign gegn Bayern í München,“ sagði Ólafur sem bjóst þó við betri varnarleik hjá gestunum. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umræða um Man United „Hann var ekki til staðar, engan veginn. Það er það sem kemur mér á óvart. Það er eins og þeir nálgist ekki verkefnið með þeirri virðingu sem þeim ber að gera. Ég er rosalega hissa á því af því Brighton & Hove Albion sundurspiluðu þá um helgina, gjörsamlega. Þeir tosa þá til sín og spila svo í gegnum mjög slaka pressu United.“ „Þegar ég horfi á byrjunarliðið, ég ætlaði ekki að rausa (e. rant) um Man United en ég er byrjaður á því. Casemiro, Christian Eriksen og Bruno Fernandes á miðjunni. Þetta bíður ekki upp á þéttan varnarleik. Þegar Casemiro er einn nær hann engan veginn að loka, þeir voru að spila einhverskonar tígul um helgina með Scott McTominay inn á. Voru gjörsamlega sundurspilaðir.“ „Í bakvarðarstöðunum eru þeir hreinlega veikir varnarlega einn á einn; Diogo Dalot og Sergio Reguilón. Svo í miðvörðunum eru heldur ekki gæði eða harka, mér finnst þeir hvorki spila einstaklings varnarleikinn vel né spila vel saman sem tvíeyki.“ „Það kom mér gríðarlega mikið á óvart að sjá þetta lið svona rosalega slitið og tætt,“ sagði Ólafur að endingu en eldræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan eru svo mörkin úr leiknum. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira