Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2023 10:17 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fjárskort vera að baki umdeildum samningi við matvælaráðuneytið. Vísir/Arnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. „Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“ Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13