Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2023 10:30 Ólafur spyr hvar í heiminum það myndi gerast að seðlabankastjórar bjóði upp á ráðleggingar til lánþega, hvernig best sé að þeir hagi sínu lánasafni? vísir/vilhelm Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ásgeir hvetur lántakendur til að skoða þá lánsmöguleika sem til staðar eru varðandi lánsskilmála; tímalengd lána, greiðslubyrgð þeirra, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Þetta er algjör viðsnúningur hjá seðlabankastjóra sem ráðlagði fólki fyrir nokkrum misserum að forðast verðtryggð lán. Hann segir að í mikilli verðbólgu eins og nú er breytist allar forsendur hratt. Ólafur fer um þessar ráðleggingar Ásgeirs hinum háðuglegustu orðum: „Í fréttum er það helst að Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, ráðfærði íbúum evrulandanna hvers konar íbúðalán þeir skyldu taka… Augljóslega dytti Lagarde þetta aldrei í hug, enda ekki í hennar verkahring né viðeigandi.“ Ólafur segir að hann og félagi hans, sem býr í einu Evrulandanna, hafa verið að hlæja að þessum möguleika. Nánast syndsamlegt megi heita að seðlabankastjóri Íslands telji það í sínum verkahring að ráðfæra fólki hvernig lán það skuli taka. „Sérstaklega er það undarlegt ef ráðleggingarnar ýta undir að lántakar komi sér undan áhrifunum af hærri stýrivöxtum. Því augljóslega er það svo að því meira sem verðtryggð lán eru notuð, því minni áhrif hafa vaxtabreytingar Seðlabankans, og því meira þarf að hækka vexti þegar allt kemur til alls.“ Ólafur segir vert að hafa í hug að það sé bókstaflega tilgangurinn með stýrivaxtabreytingum að hafa áhrif á greiðslubyrði lántaka með það að markmiði að ná verðbólgu niður. „Að seðlabankastjóri veiti svo fólki ráðgjöf um hvernig sé best að komast undan slíkum stýrivaxtabreytingum er undarlegt í besta falli og viðvaningslegt í versta falli,“ segir Ólafur.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira