Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 16:57 Joe Biden og Vólódímír Selenskí, forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. Samkvæmt heimildarmönnum NBC News í Hvíta húsinu sagðist Biden ætla að senda tiltölulega fáar slíkar eldflaugar til Úkraínu en ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær hafa Úkraínumenn notað reglulega á Krímskaga að undanförnu og að virðist með góðum árangri. Í dag hæfði að minnsta kosti ein slík stýriflaug höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Stutt er síðan Úkraínumenn gerðu sambærilega árás þar sem eldflaugar hæfðu slipp nærri höfuðstöðvunum. Þar tókst Úkraínumönnum að granda herskipi og kafbát en það var í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Rússar misstu kafbát í átökum. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Eina leiðin fyrir Úkraínumenn til að skjóta Storm Shadow er að nota orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna sem búið er að breyta svo þær geti borið stýriflaugarnar. Eins og áður segir hafa Úkraínumenn lengi beðið um ATACMS frá Bandaríkjamönnum en nýverið var sagt frá því að ráðamenn þar hefðu áhyggjur af því að tiltölulega fáar slíkar eldflaugar væru til í vopnabúrum Bandaríkjamanna. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum NBC News í Hvíta húsinu sagðist Biden ætla að senda tiltölulega fáar slíkar eldflaugar til Úkraínu en ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær hafa Úkraínumenn notað reglulega á Krímskaga að undanförnu og að virðist með góðum árangri. Í dag hæfði að minnsta kosti ein slík stýriflaug höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Stutt er síðan Úkraínumenn gerðu sambærilega árás þar sem eldflaugar hæfðu slipp nærri höfuðstöðvunum. Þar tókst Úkraínumönnum að granda herskipi og kafbát en það var í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Rússar misstu kafbát í átökum. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Eina leiðin fyrir Úkraínumenn til að skjóta Storm Shadow er að nota orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna sem búið er að breyta svo þær geti borið stýriflaugarnar. Eins og áður segir hafa Úkraínumenn lengi beðið um ATACMS frá Bandaríkjamönnum en nýverið var sagt frá því að ráðamenn þar hefðu áhyggjur af því að tiltölulega fáar slíkar eldflaugar væru til í vopnabúrum Bandaríkjamanna. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00