„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 19:15 Sólveig Anna segist hafa furðað sig á ládeyðu í umræðunni síðustu mánuði en nú sé hreyfing komin á. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar. „Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
„Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira