Læknar sinntu hálsbrotinni risaeðlu og fótbrotnum Sonic Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 23. september 2023 23:08 Eigandi doppótts apabangsa mundar sprautuna á meðan læknir heldur honum föstum. Vísir/Ívar Fannar Fjórar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu, sem breytt hafði verið í bangsaspítala, önnuðu vart eftirspurn í dag þegar þangað streymdu misslasaðir bangsar og áhyggjufullir eigendur þeirra Sinna þurfti fjölda beinbrota bangsa af öllum tegundum, allt frá hálsbrotnum risaeðlum yfir í fótbrotna broddgelti. Einnig þurfti að sinna ungum eigendum bangsanna og veita þeim sáluhjálp. Hvað kom fyrir risaeðluna þína? „Hún datt eiginlega og endaði á að vera hálsbrotin,“ sagði Hlynur, ungur risaeðlueigandi, í viðtali við fréttastofu. Ah hálsbrotnaði hún. Og hvað þurfti eiginlega að gera? „Ja nú, hún fékk svona umbúðir og plástur,“ sagði hann. Og er allt í lagi með hana núna? „Já, smá,“ sagði hann að lokum. Fjöldi fólks heimsótti bangsaspítalann í dag.Vísir/Ívar Fannar Sumir bangsanna þurftu að fara í röntgen Meiðsli sumra bangsa kröfðust nánari skoðunar í röntgenmyndatöku. Það var veið að taka röntgen veistu eitthvað hvað kom út úr því? „Hann er með brotin bein,“ sagði Heiðrún, eigandi slasaðs kóalabjörns. Beinbrot á tveimur stöðum var niðurstaðan og vissi Heiðrún vel hvað kóalabjörninn hennar þurfti til að láta sér batna: „Hann þarf að sofa vel og borða hollt,“ sagði hún. Hinn blái Sonic mætti stórslasaður í dag eftir að hafa lent í ógurlegum hremmingum. „Hann er fótbrotinn,“ sagði Bjarmi um Sonic-bangsann sinn. Aðspurður hvernig hann hefði slasað sig sagði hann „Ööhm, hann datt í risastóra holu.“ Sonic getur ekki hlaupið hratt ef hann er fótbrotinn.Vísir/Ívar Fannar Börn og uppeldi Krakkar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sinna þurfti fjölda beinbrota bangsa af öllum tegundum, allt frá hálsbrotnum risaeðlum yfir í fótbrotna broddgelti. Einnig þurfti að sinna ungum eigendum bangsanna og veita þeim sáluhjálp. Hvað kom fyrir risaeðluna þína? „Hún datt eiginlega og endaði á að vera hálsbrotin,“ sagði Hlynur, ungur risaeðlueigandi, í viðtali við fréttastofu. Ah hálsbrotnaði hún. Og hvað þurfti eiginlega að gera? „Ja nú, hún fékk svona umbúðir og plástur,“ sagði hann. Og er allt í lagi með hana núna? „Já, smá,“ sagði hann að lokum. Fjöldi fólks heimsótti bangsaspítalann í dag.Vísir/Ívar Fannar Sumir bangsanna þurftu að fara í röntgen Meiðsli sumra bangsa kröfðust nánari skoðunar í röntgenmyndatöku. Það var veið að taka röntgen veistu eitthvað hvað kom út úr því? „Hann er með brotin bein,“ sagði Heiðrún, eigandi slasaðs kóalabjörns. Beinbrot á tveimur stöðum var niðurstaðan og vissi Heiðrún vel hvað kóalabjörninn hennar þurfti til að láta sér batna: „Hann þarf að sofa vel og borða hollt,“ sagði hún. Hinn blái Sonic mætti stórslasaður í dag eftir að hafa lent í ógurlegum hremmingum. „Hann er fótbrotinn,“ sagði Bjarmi um Sonic-bangsann sinn. Aðspurður hvernig hann hefði slasað sig sagði hann „Ööhm, hann datt í risastóra holu.“ Sonic getur ekki hlaupið hratt ef hann er fótbrotinn.Vísir/Ívar Fannar
Börn og uppeldi Krakkar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira