Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:58 Birnir Snær bíður spenntur eftir úrslitum dagsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. „Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
„Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira