Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 20:30 Gunnar Hólmsteinn ræddi ástandið í Svíþjóð. getty Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum. Svíþjóð Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum.
Svíþjóð Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira