Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 21:37 Lenku Ptácníková, Olga Prudnykova og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Aðsend Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“ Skák Innflytjendamál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“
Skák Innflytjendamál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira