Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2023 14:40 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53