Verjendur óánægðir með kaffiskort Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 15:46 Lögmannaskarinn í Gullhömrum er kaffiþyrstur. Vísir/Vilhelm Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Aðalmeðferðin í dag er með óvenjulegasta móti, enda var ekkert pláss fyrir alla þá sem þurfa að vera viðstaddir hana í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það hefur lítil áhrif haft á framgang mála, utan smávægilegra tæknilegra örðugleika í morgun. Verjendur hafa hins vegar verið í stökustu vandræðum með að verða sér úti um kaffi, sem allir vita að er mikilvægt hjálpartæki lögmannsins. Einhverjir hafa brugðið á það ráð að rölta yfir á skyndibitastaðinn KFC, allavega einn enn þá í lögmannsskikkjunni. Aðrir hafa farið í verslun á jarðhæðinni og fengið sér koffíndrykki í dós. Málið tekið til skoðunar Skömmu eftir hlé, sem væri undir venjulegum kringumstæðum kallað kaffihlé, tilkynnti dómari málsins, Sigríður Hjaltested, að kaffimálið hefði verið tekið til skoðunar. Það verði vonandi komið í lag á morgun en ekki sé ljóst hvort kaffi verði í boði hússins. Þá spurði einn verjenda hvort hún hefði ákveðið það eða úrskurðað um það. Það uppskar hlátur meðal lögmanna og annarra viðstaddra, enda vísun í ágreining milli dómara og þriggja lögmanna í morgun. Ákveðið var í morgun að fjölmiðlum væri ekki heimilt að fjalla um efni skýrslutaka fyrr en að þeim öllum loknum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Aðalmeðferðin í dag er með óvenjulegasta móti, enda var ekkert pláss fyrir alla þá sem þurfa að vera viðstaddir hana í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það hefur lítil áhrif haft á framgang mála, utan smávægilegra tæknilegra örðugleika í morgun. Verjendur hafa hins vegar verið í stökustu vandræðum með að verða sér úti um kaffi, sem allir vita að er mikilvægt hjálpartæki lögmannsins. Einhverjir hafa brugðið á það ráð að rölta yfir á skyndibitastaðinn KFC, allavega einn enn þá í lögmannsskikkjunni. Aðrir hafa farið í verslun á jarðhæðinni og fengið sér koffíndrykki í dós. Málið tekið til skoðunar Skömmu eftir hlé, sem væri undir venjulegum kringumstæðum kallað kaffihlé, tilkynnti dómari málsins, Sigríður Hjaltested, að kaffimálið hefði verið tekið til skoðunar. Það verði vonandi komið í lag á morgun en ekki sé ljóst hvort kaffi verði í boði hússins. Þá spurði einn verjenda hvort hún hefði ákveðið það eða úrskurðað um það. Það uppskar hlátur meðal lögmanna og annarra viðstaddra, enda vísun í ágreining milli dómara og þriggja lögmanna í morgun. Ákveðið var í morgun að fjölmiðlum væri ekki heimilt að fjalla um efni skýrslutaka fyrr en að þeim öllum loknum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27