Engillinn á afgreiðslukassanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 10:31 Viktor Ólason skrifaði minningargrein um Jóhannes Sævar Ársælsson, Jóa, sem stóð vaktina í Krónunni í Flatahrauni með bros á vör. Vísir/Arnar „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira