Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:28 Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm á lögum um fiskeldi. Vísir/Einar Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01