Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er gestur í næsta þætti af Einkalífinu. Þátturinn birtist í fyrramálið. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis. Einkalífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis.
Einkalífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira