„Fólk var farið að öskra“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 23:20 Guðmundur Ingi vonast til þess að rútufyrirtækið sem og stjórnvöld bregðist við vegna málsins. Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“ Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira