Dómari í málinu hefur nú komist að þessari niðurstöðu en réttarhöld í málinu hefjast á mánudaginn kemur í New York en lygarnar voru til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Auk forsetans eru synir hans tveir, Donald yngri og Eric ákærðir í málinu.
Dómarinn, segir að feðgarnir hafi ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trump feðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið.
Saksóknarinn, Letitia James, krefst hárrar sektargreiðslu eða 250 milljóna dollara og að Trump feðgarnir missi stjórnina á veldi sínu að hluta.