Ólátabelgirnir í Ajax birta „aftökulista“ stjórnarfólks hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 13:30 Blysum var ítrekað hent inn á Johan Cruijff leikvanginn þangað til á endanum að leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Getty/Angelo Blankespoor Í dag verður aftur reynt að klára leik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni en það þurfti að hætta leik um síðustu helgi vegna óláta áhorfenda. Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside) Hollenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside)
Hollenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira