Lá inni á spítala í viku með gat á vélinda: „Ég var bara hálfur út úr heiminum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 14:17 Gunnar Helgason og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir. Vísir/Einar Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var hætt kominn er gat kom á vélinda hans eftir magaspeglun. Hann segist ekki hafa verið í lífshættu þrátt fyrir að atvikið hafi verið alvarlegt. Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira