Mótvægisaðgerðir megi ekki gleymast þó aðlögun sé hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 21:31 Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða. Vísir/Arnar Formaður ungra umhverfissinna fagnar því að stjórnvöld séu farin að huga að hvernig aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Mótvægisaðgerðir megi þó ekki gleymast og enn eigi eftir að tryggja fjármagn í aðlögunaraðgerðir sem kynntar voru í gær. Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30