Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2023 20:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að umræða um Borgarlínu muni þróast á sama hátt og umræða um Hvalfjarðargöngin. Það er að segja, efasemdarmenn muni með tíð og tíma sjá ljósið og átta sig á gagnsemi framkvæmdarinnar. Vísir/Vilhelm Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira