Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2023 20:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að umræða um Borgarlínu muni þróast á sama hátt og umræða um Hvalfjarðargöngin. Það er að segja, efasemdarmenn muni með tíð og tíma sjá ljósið og átta sig á gagnsemi framkvæmdarinnar. Vísir/Vilhelm Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Styr hefur staðið um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og hefur fjármálaráðherra meðal annars lýst því yfir að sáttmálinn þarfnist endurskoðunar sökum þess að kostnaðurinn hefur tvöfaldast frá upphaflegum áætlunum. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur landsmanna mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. Þriðjungur er þó einnig hlynntur Borgarlínu en stuðningurinn hefur aldrei verið minni. Fyrir rúmum tveimur árum var tæpur helmingur hlynntur og því hefur dregið allnokkuð úr ánægjunni. Fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni eru hlynntir Borgarlínu og er andstaðan langt mest meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Hér má sjá stuðning og mótstöðu við Borgarlínu í könnunum Maskínu frá upphafi árs 2018. Borgarlínan eins og Hvalfjarðargöngin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vilja hafa fylgi með Borgarlínu sem hæst. „Vegna þess að við vitum að Borgarlínan er sú einstaka aðgerð sem mun létta mest á umferðinni, fyrir alla. Bæði þá sem ætla að nota almenningssamgöngur og þá sem ætla að keyra bíl,“ sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þó væri ekkert launungarmál að skiptar skoðanir væru um framkvæmdina og að neikvæð umræða um Samgöngusáttmálann hefði verið uppi. Allir í morgunumferðinni finni þó að létta þurfi á umferðinni, og Borgarlínan sé leið til þess. „En menn þurfa líka að eiga pening fyrir því,“ skaut Sindri Sindrason kvöldfréttaþulur þá inn í. „Að sjálfsögðu en við höfum heldur ekki efni á því að fjárfesta ekki í innviðunum,“ segir Dagur. Hann bendir á að innviðafjárfestingar séu alltaf umdeildar, og bendir á Hvalfjarðargöng máli sínu til stuðnings. „Það var svo mikil andstaða við þau, ótrúlega hátt hlutfall sem sagðist aldrei ætla að fara í gegnum þau. Þannig verður það líka með Borgarlínuna. Um leið og hún verður komin, búin að sanna sig, þá sjáum við þessar tölur fara í hátt í 90 prósent,“ sagði Dagur. Stuðningur við betri samgöngur sé stuðningur við Borgarlínu Dagur sagðist ekki telja að tekin yrði U-beygja varðandi Borgarlínuna ef aðrir kæmust að í borgarstjórn. „Hingað til hefur verið býsna þverpólitískur stuðningur við hana, vegna þess að allar greiningarnar sýna að það er sú aðgerð sem nýtist umferðinni best. Hvort sem við erum að tala um almenningssamgöngur eða þá sem ætla að keyra bíl. Þannig að ef fólk telur að létta þurfi á umferðinni og bæta umferðarflæðið, þá styður það betri almenningssamgöngur og Borgarlínu,“ sagði Dagur. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þá má kynna sér könnunina að neðan en hún fór fram dagana 15. til 20. september. Tengd skjöl Borgarlína_MaskínuskýrslaPDF324KBSækja skjal
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skoðanakannanir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira