Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Boði Logason skrifar 28. september 2023 09:09 Aníta Briem fer með aðalhlutverkið í þáttunum og skrifar einnig handritið að þeim. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur. Stöð 2 Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira