Opinberuðu fyrsta heimasmíðaða kafbátinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 12:05 Sjóliðar ganga hjá fyrsta heimasmíðaða kafbáti Taívan. AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing-wen, forseti Taívan, opinberaði í morgun fyrsta heimasmíðaða kafbát ríkisins. Yfirvöld í Taívan vinna að nútímavæðingu herafla ríkisins og uppbyggingu í hergagnaframleiðslu í skugga mögulegrar innrásar frá Kína. Þó kafbáturinn sé fullsmíðaður verður hann ekki tekinn í notkun fyrr en eftir tvö ár en gangi sjóprófanir og önnur próf vel verður um stærðarinnar skref að ræða fyrir eyríkið. Vonast er til þess að annar nýr kafbátur verði tekinn í gagnið fyrir árið 2027 og gæti sá kafbátur borið eldflaugar til að granda skipum. Þessi nýjasti kafbátur er búinn rafbúnaði frá Lockheed Martin og notar Mark 48 tundurskeyti frá Bandaríkjunum. „Áður, var heimasmíðaður kafbátur ekki talinn möguleiki en í dag er sjáið þið kafbát sem var hannaður og smíðaður af samlöndum ykkar hér fyrir framan ykkur,“ sagði Tsai í morgun, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði einnig að kafbáturinn myndi auka getu flota Taívan til muna. Þó það væru áhættur í því að gera nýjan kafbát sem þennan yrðu Taívanar að taka þetta skref og byggja upp sjálfbærni í hergagnaframleiðslu. Fyrir eiga Taívanar tvo kafbáta sem keyptir voru af Hollandi á níunda áratug síðustu aldar. Hafa heitið því að ná tökum á Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu en ráðamenn í Bandaríkjunum segja eitt af markmiðum þessarar uppbyggingar vera að koma upp getunni til að ná tökum á Taívan með hervaldi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Samhliða aukinni getu Kínverja hefur hernaðarmáttur Taívans dregist saman á undanförnum árum. Þessari þróun vilja yfirvöld í Taívan snúa við. Reuters hefur eftir Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívans, að ógnin frá Kína og blönduðum hernaði gegn Taívan væri sífellt vaxandi. Því þyrftu Taívanar að bæta varnir sínar. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kafbátar myndu spila stóra rullu í því að stöðva eða hægja á innrás. Taívan Kína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Kínverjar auka hernaðarlegan viðbúnað við Taívan Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring. 11. september 2023 07:23 Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. 19. júní 2023 07:15 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þó kafbáturinn sé fullsmíðaður verður hann ekki tekinn í notkun fyrr en eftir tvö ár en gangi sjóprófanir og önnur próf vel verður um stærðarinnar skref að ræða fyrir eyríkið. Vonast er til þess að annar nýr kafbátur verði tekinn í gagnið fyrir árið 2027 og gæti sá kafbátur borið eldflaugar til að granda skipum. Þessi nýjasti kafbátur er búinn rafbúnaði frá Lockheed Martin og notar Mark 48 tundurskeyti frá Bandaríkjunum. „Áður, var heimasmíðaður kafbátur ekki talinn möguleiki en í dag er sjáið þið kafbát sem var hannaður og smíðaður af samlöndum ykkar hér fyrir framan ykkur,“ sagði Tsai í morgun, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði einnig að kafbáturinn myndi auka getu flota Taívan til muna. Þó það væru áhættur í því að gera nýjan kafbát sem þennan yrðu Taívanar að taka þetta skref og byggja upp sjálfbærni í hergagnaframleiðslu. Fyrir eiga Taívanar tvo kafbáta sem keyptir voru af Hollandi á níunda áratug síðustu aldar. Hafa heitið því að ná tökum á Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu en ráðamenn í Bandaríkjunum segja eitt af markmiðum þessarar uppbyggingar vera að koma upp getunni til að ná tökum á Taívan með hervaldi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Samhliða aukinni getu Kínverja hefur hernaðarmáttur Taívans dregist saman á undanförnum árum. Þessari þróun vilja yfirvöld í Taívan snúa við. Reuters hefur eftir Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívans, að ógnin frá Kína og blönduðum hernaði gegn Taívan væri sífellt vaxandi. Því þyrftu Taívanar að bæta varnir sínar. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kafbátar myndu spila stóra rullu í því að stöðva eða hægja á innrás.
Taívan Kína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Kínverjar auka hernaðarlegan viðbúnað við Taívan Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring. 11. september 2023 07:23 Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. 19. júní 2023 07:15 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52
Kínverjar auka hernaðarlegan viðbúnað við Taívan Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring. 11. september 2023 07:23
Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. 19. júní 2023 07:15
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09