Versta byrjun Manchester United í 34 ár Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 16:21 Rasmus Hojlund vonsvikinn í lok leiks með enn eitt tapið Vísir/Getty Manchester United tók á móti Crystal Palace í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin mættust fyrr í vikunni í enska deildarbikarnum en þar vann United 3-0. Palace áttu harma að hefna og náðu því heldur betur í dag. United voru alls ekki sannfærandi í leiknum og virtust vart með lífsmarki fyrr en undir blálokin en þá var það einfaldlega um seinan. Þeir voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en það telur víst ekki neitt ef boltinn ratar ekki í markið. Eina mark leiksins skoraði Daninn Joachim Andersen með óverjandi viðstöðulausum þrumufleyg eftir aukaspyrnu á 25. mínútu. Gjörsamlega óverjandi fyrir Onana en sumir stuðningsmenn United munu væntanlega halda því fram að De Gea hefði varið þetta. Fjórða tap United á tímabilinu staðreynd í aðeins sjö leikjum, en liðið hefur ekki byrjað jafn illa í deildinni í 34 ár. Enski boltinn
Manchester United tók á móti Crystal Palace í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin mættust fyrr í vikunni í enska deildarbikarnum en þar vann United 3-0. Palace áttu harma að hefna og náðu því heldur betur í dag. United voru alls ekki sannfærandi í leiknum og virtust vart með lífsmarki fyrr en undir blálokin en þá var það einfaldlega um seinan. Þeir voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en það telur víst ekki neitt ef boltinn ratar ekki í markið. Eina mark leiksins skoraði Daninn Joachim Andersen með óverjandi viðstöðulausum þrumufleyg eftir aukaspyrnu á 25. mínútu. Gjörsamlega óverjandi fyrir Onana en sumir stuðningsmenn United munu væntanlega halda því fram að De Gea hefði varið þetta. Fjórða tap United á tímabilinu staðreynd í aðeins sjö leikjum, en liðið hefur ekki byrjað jafn illa í deildinni í 34 ár.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti