Ólafur fetar ótroðnar slóðir í Kúveit: „Tilboð sem ekki margir myndu segja nei við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2023 09:30 Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot Ólafur Brim Stefánsson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að spila fyrir félagslið frá Kúveit. Hann hefur samið við Al-Yarmouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leikmenn hafnað því óvænta tilboði sem hann fékk frá félaginu. „Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“ Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“
Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira