Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. september 2023 15:00 Alberto Nuñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins tókst ekki að mynda ríkisstjórn eftir að hafa haft stjórnarmyndunarumboðið í rúman mánuð. Pedro Sánchez, forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista fer á fund Fillipusar VI Spánarkonungs eftir helgi og tekur við stjórnarmyndunarumboði. Juan Carlos Rojas/Getty Images Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00
Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49