Fótbolti

Fyrsta mark Guð­mundar Bald­vins kom í súru tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Baldvin er komin á blað í Svíþjóð.
Guðmundur Baldvin er komin á blað í Svíþjóð. Mjallby

Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið skoraði hann undir lok fyrri hálfleiks en Mjallby missti forystuna niður og tapaði 3-2 á heimavelli fyrir Varnamo.

Guðmundur Baldvin var í byrjunarliðinu og skoraði mark sitt á 38. mínútu leiksins. Hann kom þá Mjallby 2-1 yfir og var það staðan í hálfleik. Til að bæta á gleði heimamanna þá fékk Emin Grozdanic sitt annað gula spjald í liði Varnamo og gestirnir því manni færri út leikinn.

Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka jöfnuðu gestirnir metin og stálu svo sigrinum með marki þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, lokatölur 2-3. Guðmundur Baldvin var tekinn af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Mjallby er í 9. sæti með 34 stig að loknum 25 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×