Þau deila verðlaununum fyrir vinnu þeirra við þróun mRNA-tækninnar sem stuðlaði að því að mögulegt var að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni (Covid-19) á methraða.
Greint var frá ákvörðun sænsku Nóbelsnefndarinnar í morgun.
Í rökstuðningi nefndarinnar segir að með brautryðjandarannsóknum sínum, sem hafi gjörbreytt skilningi okkar á hvaða áhrif mRNA hafi á ónæmiskerfi okkar, hafi leitt til þess að hægt var að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni á methraða. Veiran hafi breiðst hratt um heiminn í byrjun árs 2020 og verið ein mesta ógn gegn lýðheilsu í heiminum í seinni tíð.
Tilkynnt verður um hver hlýtur Nóbelsverðlaun í efnafræði í ár á blaðamannafundi á morgun.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023
- Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 4. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir
- Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar