Bændur gefast upp eða draga saman seglin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. október 2023 11:59 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur miklar áhyggjur af afkomuvanda í landbúnaði. Stöð 2/Ívar Fannar Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira