Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 07:01 Leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram ræddi við blaðamann um líf sitt og sköpunargleði, móðurmissinn og að vera óhrædd við að nálgast erfiða lífsreynslu í verkum sínum. Vísir/Dóra Júlía „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. Blaðamaður hitti Birnu í kaffi og fékk að heyra nánar frá list hennar og lífi. Birna er fædd og uppalin í 101, Reykjavík en býr nú í Kaupmannahöfn. Hún er þó dugleg að heimsækja Reykjavík og var nýverið að klára herferðina fyrir Bleiku slaufuna, sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Birna ásamt móðurömmu sinni Önnu S. Ásgeirsdóttur á opnunarkvöldi Bleiku slaufunnar í Þjóðleikhúsinu.Rúnar Ingi Ómeðvituð sköpunargleði Birna segist alla tíð hafa verið mjög skapandi en það tók hana þó langan tíma að átta sig almennilega á því. „Ég var alltaf eitthvað að bralla og fá vinkonur mínar í ýmis verkefni með mér á mínum yngri árum. Þar má til dæmis nefna myndatökur niðri á Höfn og voða production alltaf. Vinkona mín var einmitt að segja við mig um daginn: Birna þú hefur alltaf verið að leikstýra mér,“ segir Birna og hlær. Hún segist stöðugt hafa verið með hugmyndir sem hún vildi framkvæma og náði alltaf að plata vinkonur sínar með sér í það. „Það er þó fyndið að hugsa til þess að ég var aldrei meðvituð um það, ég vissi í raun ekki almennilega hvað það að vera skapandi fæli í sér.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Viðtal kveikjan að nýrri stefnu Birna útskrifaðist úr MR vorið 2014 og tekur svo ákveðna U beygju í lífinu. „Ég man að ég las skemmtilegt viðtal við konu sem heitir Kamilla Ingibergsdóttir þar sem hún var að segja frá því sem hún var að gera. Mér fannst það svo flott og innsperandi viðtal og þar ræddi hún meðal annars um að hún hafi verið í skólanum Kaospilot í Árósum. Ég hafði aldrei heyrt um þetta nám og ég fann að ég vissi ekki nákvæmlega á hvaða hillu ég var eða hvað ég vildi gera.“ Birna hafði mikinn áhuga á fólki og blaðamennsku þannig að hún stofnaði tímaritið Blæ ásamt fimm öðrum rétt eftir útskrift. „Þar vorum við að tala við alls konar fólk, við vorum að reyna að nálgast þeirra sögur og hugsa hvernig við getum sagt hliðar fólks á nýjan hátt. Síðan ákvað ég að sækja um þetta leiðtoganám í Kaospilot, varð alveg obsessed á því og fann íslenska stelpu sem heitir Hildur Maral sem var í náminu. Við hittumst samdægurs á kaffihúsi og hún sagði mér allt um námið og hvað það væri geggjað. Ég var bara með stjörnur í augunum og ákvað að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Það er gaman að segja frá því að bæði Kamilla og Hildur eru vinkonur mínar í dag.“ Birna hefur alltaf verið skapandi en það tók hana þó langan tíma til að átta sig almennilega á sköpunarkrafti sínum og hvert hún vildi stefna. Vísir/Dóra Júlía Þróun án sjálfsmeðvitundar Inntökuferlið var mjög krefjandi og áhugavert að sögn Birnu. „Það tók þrjár vikur og það var verið að fylgjast með okkur, hvernig við erum í hópum og þetta var mjög fyndin reynsla. Árið eftir MR komst ég inn í skólann og það var eiginlega bara það besta sem ég hef gert. Líka það að flytja út, uppalin í 101 sem er yndislegt en líka lítið samfélag. Ég þurfti kannski þetta frelsi til að fá að þroskast og vaxa án þess að vera sú sem mér leið eins og ég þyrfti að vera hér heima. Fatastíllinn minn breyttist og það var svo geggjað að geta labbað um göturnar án þess að vera með neina sjálfsmeðvitund. Að geta prófað nýja hluti og eignast nýja vini, það var frábært þroskaferli.“ Í náminu lærði Birna meðal annars að leiða teymi og vera í skapandi vinnu. „Þetta snerist á sama tíma líka um sjálfsskoðun og rannsaka það hver við erum. Þá fékk ég í fyrsta skipti tíma til að sjá að allt sem ég var að gera væri partur af einhverju sem maður gæti orðið og unnið við. Ekki bara einhver leikur þar sem maður var að leika sér.“ Birna hugsi í tökuferli Bleiku slaufunnar.Rúnar Ingi „Þetta reddast“ kúltúrinn einstakur hérlendis Sem áður segir heldur Birna alltaf góðri tengingu við Ísland og hefur mjög gaman að því að taka verkefni hér heima. „Það er svo skemmtilegt hvað Ísland er svo ótrúlega einstakt. Ég finn sérstaklega mikið fyrir því núna, ég var að klára verkefni hér heima og ég finn svo mikið fyrir kraftinum hérna. Það er allt svo aðgengilegt hérna og svo er það þetta týpíska „þetta reddast“, sem er í alvörunni svo einstakt. Danir eru náttúrulega mjög skipulagðir og vilja hafa þetta eftir bókinni þannig að það getur verið mjög hressandi að koma heim. Á sama tíma hefur Danmörk kennt mér að taka því rólega, njóta lífsins og ekki fara í burnout. Hafa það hygge og skilja vinnuna eftir að vinnudegi loknum. Ég vona að í framtíðinni geti ég átt heimili bæði á Íslandi og í Danmörku. Það er svo auðvelt að fara á milli og þetta er svona hinn gullni millivegur,“ segir Birna brosandi. Málefni mjög nærri hjartanu Það skiptir Birnu miklu máli að velja verkefni sem eru nærandi fyrir sig og segist hún ekki hafa hugsað sig tvisvar um þegar það stóð til að gera verkefni fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég var búin að vera í sambandi við Rúnar Inga hjá framleiðslufyrirtækinu Norður, sem er búið að vera að gera mikið af spennandi og skemmtilegum hlutum. Hann heyrði í mér í byrjun ágúst með þessa hugmynd, Bleiku slaufuna, og ég þurfti auðvitað ekki að hugsa mig tvisvar um. Þetta er málefni sem er mjög nærri mínu hjarta því ég missti mömmu mína úr krabbameini í fyrra og mig langaði að gera allt sem ég gæti til þess að Krabbameinsfélagið og Bleika slaufan myndi fá þá athygli sem þau eiga skilið.“ Hún segir verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt og unnið með frábærum hópi, meðal annars Norður og Tvist auglýsingastofu. „Í ár var áhersla á að ýta undir kærleikann og samstöðuna og lífið er núna tilfinninguna. Þetta er held ég stærsta Bleika slaufan herferðin sem þau hafa farið í hingað til og það var ómetanlegt að taka þátt. Auðvitað er þetta mjög alvarlegt málefni og maður vill ekki vera bara í einhverju alveg silly en samt er mikilvægt að sýna þessa fegurð og minna á að þú ert aldrei ein í krabbameinsmeðferð og heldur ekki sem aðstandandi.“ Brosmild Birna við tökur á Bleiku slaufunni. Rúnar Ingi Allt annar tilgangur í sköpunarferlinu Eftir harða baráttu við krabbameinið féll móðir Birnu frá þó hratt og skyndilega, þar sem stuttu áður hafði fjölskyldunni verið tjáð að hún væri í bataferli. Var það mikið áfall fyrir Birnu sem segir að sér hafi varla liðið eins og manneskju fyrsta árið. Listsköpunin hefur reynst Birnu öflug þerapía og segir hún að það hafi komið sér á óvart hvað ferlið við gerð Bleiku slaufunnar hafi hjálpað sér mikið. „Þetta gefur verkefnunum einhvern veginn annan tilgang. Maður er ekki „bara“ að gera bíómynd eða auglýsingu, ef þannig má að orði komast. Ég finn það alveg hvað það er mikilvægt fyrir að allt sem ég geri sé eitthvað sem skiptir miklu máli. Því það er ótrúlega mikil vinna að vera í kvikmyndagerð og þetta er algjört hark. Ég held að það að hafa þennan tilgang sé ótrúlega mikilvægt, til þess að ganga í gegnum þetta ferli og gera þetta vel. Það drífur mann áfram. Það er auðvitað stutt síðan ég missti mömmu og ég finn hvað það er örugglega mikið sem ég er að fara að vinna úr í kvikmyndunum mínum í framtíðinni. Það verður líka mjög áhugavert að geta litið til baka og séð hvar maður var í tengslum við hvert verkefni. Það eru ekkert allir sem geta farið strax í að búa til eitthvað úr þessu sorgarferli. Ég er þakklát fyrir það að listin geti verið þerapía í gegnum þetta.“ Mamma alltaf innblásturinn Birna var einnig að frumsýna stuttmyndina sína All Around á RIFF síðastliðinn laugardag. „Hún fjallar líka um missi og um þessa tilfinningu að vera alltaf að leita að mömmu og vera að sjá hana til dæmis í hvítum svönum sem fljúga fram hjá eða í flottum konum sem ég sé á götunni. Þetta er þessi tilfinning að reyna að grípa fólkið okkar sem er farið í aðra vídd og finna fyrir þeim alltaf. Það er mjög mikið efni til að skapa úr og mamma er bara almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér.“ Birna segist stöðugt finna fyrir henni og alltaf vera nátengd henni. „Ég kom náttúrulega bara inn í heiminn frá henni og hún var alltaf minn helsti peppari. Ef ég er óörugg eða hrædd þá finn ég hana koma og segja: Birna þú getur þetta alveg, þú þarft ekkert að ofhugsa þetta. Það er mjög dýrmætt.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Hún segir það einnig hafa komið sér á óvart hvað bæði Bleika slaufan og stuttmyndin komu náttúrulega fram og að hún hafi treyst sér til að takast á við þessi verkefni. „Mér fannst ég vera varla manneskja fyrsta árið eftir að hún deyr og ég finn að ég er smám saman að koma aftur. Sérstaklega núna síðustu mánuðina finn ég fyrir orkunni koma aftur. En svo hef ég líka heyrt að sorgin er ekki línuleg. Mig langaði mjög mikið að geta verið með ákveðinn tíma, bara akkúrat hér lýkur þessu ferli, en það er víst ekki þannig, segir Birna kímin. Sorgin eins og algjört „burnout“ Birna segir því einstaklega mikilvægt að vera í góðri tengingu við sjálfa sig og líðan sína. „Þegar ég er með orku þá reyni ég að nýta það og svo þarf maður líka að sætta sig við það þegar manni líður eins og það sé erfitt að díla við þetta allt saman. Að vera í sorg er mjög mikið eins og að vera í miklu burnout-i, orkan er svo rosalega takmörkuð. En svo er það kannski líka þannig að maður sækir í verkefni sem gefa manni orku. Það eru ákveðin verkefni sem taka af manni orku og svo önnur sem gefa manni orkuna. Og þessi verkefni nýverið hafa algjörlega gefið mér mikið.“ Hugsar vel með innsæinu Innsæið spilar líka stórt hlutverk í lífi Birnu sem segist fylgja innsæinu vel. „Það er svo öflugt tól og ég reyni að hugsa vel með innsæinu. Þegar ég var nítján var ég aðeins komin að þolmörkum í brjálæðislega miklum hraða hérna heima en var komin áleiðis í skólanum úti að læra að þekkja mörkin mín. En svo þegar maður lendir í svona miklu áfalli þá getur maður bara líkamlega ekki stýrt þessu, þá er maður svo blátt áfram með það sem maður er að ganga í gegnum.“ Vinir Birnu hafa orð á því í dag að hún sé orðin mjög góð í að vita hvað er best fyrir sig. „Til dæmis að fara snemma að sofa, drekka ekki og allt þetta. Það er mjög skýrt hjá mér að nú hef ég ekki tíma fyrir neitt annað en það sem er gott fyrir mig og mína heilsu.“ Birna hefur lært að setja mörk og gera það sem er best fyrir líkamlega og andlega heilsu sína.Vísir/Dóra Júlía Það hefur ótal margt mótað þessa ungu kjarnakonu en fyrst og fremst er það móðir hennar. „Það hefur mikil áhrif að alast upp með mjög flottri konu. Foreldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára og ég var alltaf svona viku og viku hjá þeim. Það var ótrúlega mótandi að fá að sjá konu sem var óhrædd við að takast á við stór verkefni og fór sínar eigin leiðir. Hún var alltaf að peppa mig og tók mig oft með á spennandi staði. Hún var að vinna á Mogganum og ég var þar að slæpast með og svo var hún að vinna sem þingfréttaritari á Alþingi og ég fékk stundum að vera henni með þar. Þannig að ég fékk svona smjörþefinn af því að vera fullorðin á atvinnumarkaðinum, við hlið hennar. Ég held að það hafi haft áhrif á að vera sjálfstæð og hafa trú á sér. Mjög valdeflandi í rauninni og kenndi mér að fara mínar eigin leiðir og hugsa hvað það er sem ég vil gera.“ Verðmæt stuttmynd með foreldrum sínum Það er augljóst að Birna er óhrædd við að takast á við persónuleg verkefni og fyrir nokkrum árum síðan gerði hún stuttmyndina Brávallagata 12 þar sem hún fékk foreldra sína með sér í lið. „Þau eru einmitt fráskilin en ég fékk þau til að hittast fyrir framan Brávallagötu 12 þar sem við bjuggum öll saman áður en þau skilja. Það var mikil þerapía fyrir mig því við vorum aldrei eitthvað að chilla þrjú saman. Þannig að það er mjög dýrmætt fyrir mig að eiga þetta og sérstaklega núna eftir að mamma dó, að eiga þessi lifandi samskipti af okkur þremur.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Húmorinn mikilvægt haldreypi Birna segir verk sín mjög oft einkennast af einhverju hráu og ófegruðu en svo komi gjarnan húmor ofan á það. Í verkum sínum er hún óhrædd við að ögra sér með lífsgleðina og húmorinn alltaf að vopni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að koma húmornum áleiðis og það er líka kannski bara hvernig ég díla við mín tráma, að búa til eitthvað smá djók úr því. Að blanda lífinu og öllu sem því fylgir saman við kómíkina. Ég las einhvers staðar að sem skáld eða höfundur þurfirðu að vera svolítið nakinn og sýna hvernig þér líður og hvað þú ert að ganga í gegnum. Þetta þarf svo ekki að vera bara um mig, mína lífsreynslu eða foreldra mína. Fólk getur upplifað verkin út frá sér, kannski er það sjálft skilnaðarbarn eða hefur verið í sorginni líka. Mér finnst þessir sammannlegu hlutir svo áhugaverðir sem við getum speglað okkur í og fólk getur sjálft farið inn í sína eigin reynslu frekar en að þetta snúist bara um mína reynslu. Ég finn alltaf í verkunum sem ég er í kvíðakasti yfir að þá er kveikjan að kvíðanum oft að þetta er eitthvað sem er satt. Þá verð ég að nálgast það. Í staðinn fyrir að búa til einhverja tilgerð eða bara það sem er fallegt að fjalla um.“ Birna heillast að sammannlegum upplifunum og vill að fólk fái rými til að upplifa kvikmyndir hennar út frá sinni eigin reynslu. Vísir/Dóra Júlía „Mikilvægt að muna afhverju maður er að gera hlutina“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Birnu en nú tekur við kærkomin hvíld eftir langa tökutaka. „Ég ætla að fara upp í bústað til ömmu og afa og slaka alveg á,“ segir Birna brosandi og bætir við: „Ég er þó spennt að halda áfram og ég finn alveg að kvikmyndagerð og leikstjórn er eitthvað sem ég elska. Það er svo margt sem er hægt að læra og mér finnst svo spennandi að ég verð örugglega allt lífið að halda áfram að læra nýja hluti innan leikstjórnar og kvikmyndagerðar. Mig langar mjög mikið að halda áfram að gera kvikmyndir og fá tækifæri til að vinna með fólki og læra af því. Á sama tíma ætla ég að halda ótrauð áfram að gera þetta á eigin forsendum og reyna að dragast ekki inn í hraðann. Það er mikilvægt að muna afhverju maður er að gera hlutina.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Bleiku slaufuna. Geðheilbrigði Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Blaðamaður hitti Birnu í kaffi og fékk að heyra nánar frá list hennar og lífi. Birna er fædd og uppalin í 101, Reykjavík en býr nú í Kaupmannahöfn. Hún er þó dugleg að heimsækja Reykjavík og var nýverið að klára herferðina fyrir Bleiku slaufuna, sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Birna ásamt móðurömmu sinni Önnu S. Ásgeirsdóttur á opnunarkvöldi Bleiku slaufunnar í Þjóðleikhúsinu.Rúnar Ingi Ómeðvituð sköpunargleði Birna segist alla tíð hafa verið mjög skapandi en það tók hana þó langan tíma að átta sig almennilega á því. „Ég var alltaf eitthvað að bralla og fá vinkonur mínar í ýmis verkefni með mér á mínum yngri árum. Þar má til dæmis nefna myndatökur niðri á Höfn og voða production alltaf. Vinkona mín var einmitt að segja við mig um daginn: Birna þú hefur alltaf verið að leikstýra mér,“ segir Birna og hlær. Hún segist stöðugt hafa verið með hugmyndir sem hún vildi framkvæma og náði alltaf að plata vinkonur sínar með sér í það. „Það er þó fyndið að hugsa til þess að ég var aldrei meðvituð um það, ég vissi í raun ekki almennilega hvað það að vera skapandi fæli í sér.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Viðtal kveikjan að nýrri stefnu Birna útskrifaðist úr MR vorið 2014 og tekur svo ákveðna U beygju í lífinu. „Ég man að ég las skemmtilegt viðtal við konu sem heitir Kamilla Ingibergsdóttir þar sem hún var að segja frá því sem hún var að gera. Mér fannst það svo flott og innsperandi viðtal og þar ræddi hún meðal annars um að hún hafi verið í skólanum Kaospilot í Árósum. Ég hafði aldrei heyrt um þetta nám og ég fann að ég vissi ekki nákvæmlega á hvaða hillu ég var eða hvað ég vildi gera.“ Birna hafði mikinn áhuga á fólki og blaðamennsku þannig að hún stofnaði tímaritið Blæ ásamt fimm öðrum rétt eftir útskrift. „Þar vorum við að tala við alls konar fólk, við vorum að reyna að nálgast þeirra sögur og hugsa hvernig við getum sagt hliðar fólks á nýjan hátt. Síðan ákvað ég að sækja um þetta leiðtoganám í Kaospilot, varð alveg obsessed á því og fann íslenska stelpu sem heitir Hildur Maral sem var í náminu. Við hittumst samdægurs á kaffihúsi og hún sagði mér allt um námið og hvað það væri geggjað. Ég var bara með stjörnur í augunum og ákvað að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Það er gaman að segja frá því að bæði Kamilla og Hildur eru vinkonur mínar í dag.“ Birna hefur alltaf verið skapandi en það tók hana þó langan tíma til að átta sig almennilega á sköpunarkrafti sínum og hvert hún vildi stefna. Vísir/Dóra Júlía Þróun án sjálfsmeðvitundar Inntökuferlið var mjög krefjandi og áhugavert að sögn Birnu. „Það tók þrjár vikur og það var verið að fylgjast með okkur, hvernig við erum í hópum og þetta var mjög fyndin reynsla. Árið eftir MR komst ég inn í skólann og það var eiginlega bara það besta sem ég hef gert. Líka það að flytja út, uppalin í 101 sem er yndislegt en líka lítið samfélag. Ég þurfti kannski þetta frelsi til að fá að þroskast og vaxa án þess að vera sú sem mér leið eins og ég þyrfti að vera hér heima. Fatastíllinn minn breyttist og það var svo geggjað að geta labbað um göturnar án þess að vera með neina sjálfsmeðvitund. Að geta prófað nýja hluti og eignast nýja vini, það var frábært þroskaferli.“ Í náminu lærði Birna meðal annars að leiða teymi og vera í skapandi vinnu. „Þetta snerist á sama tíma líka um sjálfsskoðun og rannsaka það hver við erum. Þá fékk ég í fyrsta skipti tíma til að sjá að allt sem ég var að gera væri partur af einhverju sem maður gæti orðið og unnið við. Ekki bara einhver leikur þar sem maður var að leika sér.“ Birna hugsi í tökuferli Bleiku slaufunnar.Rúnar Ingi „Þetta reddast“ kúltúrinn einstakur hérlendis Sem áður segir heldur Birna alltaf góðri tengingu við Ísland og hefur mjög gaman að því að taka verkefni hér heima. „Það er svo skemmtilegt hvað Ísland er svo ótrúlega einstakt. Ég finn sérstaklega mikið fyrir því núna, ég var að klára verkefni hér heima og ég finn svo mikið fyrir kraftinum hérna. Það er allt svo aðgengilegt hérna og svo er það þetta týpíska „þetta reddast“, sem er í alvörunni svo einstakt. Danir eru náttúrulega mjög skipulagðir og vilja hafa þetta eftir bókinni þannig að það getur verið mjög hressandi að koma heim. Á sama tíma hefur Danmörk kennt mér að taka því rólega, njóta lífsins og ekki fara í burnout. Hafa það hygge og skilja vinnuna eftir að vinnudegi loknum. Ég vona að í framtíðinni geti ég átt heimili bæði á Íslandi og í Danmörku. Það er svo auðvelt að fara á milli og þetta er svona hinn gullni millivegur,“ segir Birna brosandi. Málefni mjög nærri hjartanu Það skiptir Birnu miklu máli að velja verkefni sem eru nærandi fyrir sig og segist hún ekki hafa hugsað sig tvisvar um þegar það stóð til að gera verkefni fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég var búin að vera í sambandi við Rúnar Inga hjá framleiðslufyrirtækinu Norður, sem er búið að vera að gera mikið af spennandi og skemmtilegum hlutum. Hann heyrði í mér í byrjun ágúst með þessa hugmynd, Bleiku slaufuna, og ég þurfti auðvitað ekki að hugsa mig tvisvar um. Þetta er málefni sem er mjög nærri mínu hjarta því ég missti mömmu mína úr krabbameini í fyrra og mig langaði að gera allt sem ég gæti til þess að Krabbameinsfélagið og Bleika slaufan myndi fá þá athygli sem þau eiga skilið.“ Hún segir verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt og unnið með frábærum hópi, meðal annars Norður og Tvist auglýsingastofu. „Í ár var áhersla á að ýta undir kærleikann og samstöðuna og lífið er núna tilfinninguna. Þetta er held ég stærsta Bleika slaufan herferðin sem þau hafa farið í hingað til og það var ómetanlegt að taka þátt. Auðvitað er þetta mjög alvarlegt málefni og maður vill ekki vera bara í einhverju alveg silly en samt er mikilvægt að sýna þessa fegurð og minna á að þú ert aldrei ein í krabbameinsmeðferð og heldur ekki sem aðstandandi.“ Brosmild Birna við tökur á Bleiku slaufunni. Rúnar Ingi Allt annar tilgangur í sköpunarferlinu Eftir harða baráttu við krabbameinið féll móðir Birnu frá þó hratt og skyndilega, þar sem stuttu áður hafði fjölskyldunni verið tjáð að hún væri í bataferli. Var það mikið áfall fyrir Birnu sem segir að sér hafi varla liðið eins og manneskju fyrsta árið. Listsköpunin hefur reynst Birnu öflug þerapía og segir hún að það hafi komið sér á óvart hvað ferlið við gerð Bleiku slaufunnar hafi hjálpað sér mikið. „Þetta gefur verkefnunum einhvern veginn annan tilgang. Maður er ekki „bara“ að gera bíómynd eða auglýsingu, ef þannig má að orði komast. Ég finn það alveg hvað það er mikilvægt fyrir að allt sem ég geri sé eitthvað sem skiptir miklu máli. Því það er ótrúlega mikil vinna að vera í kvikmyndagerð og þetta er algjört hark. Ég held að það að hafa þennan tilgang sé ótrúlega mikilvægt, til þess að ganga í gegnum þetta ferli og gera þetta vel. Það drífur mann áfram. Það er auðvitað stutt síðan ég missti mömmu og ég finn hvað það er örugglega mikið sem ég er að fara að vinna úr í kvikmyndunum mínum í framtíðinni. Það verður líka mjög áhugavert að geta litið til baka og séð hvar maður var í tengslum við hvert verkefni. Það eru ekkert allir sem geta farið strax í að búa til eitthvað úr þessu sorgarferli. Ég er þakklát fyrir það að listin geti verið þerapía í gegnum þetta.“ Mamma alltaf innblásturinn Birna var einnig að frumsýna stuttmyndina sína All Around á RIFF síðastliðinn laugardag. „Hún fjallar líka um missi og um þessa tilfinningu að vera alltaf að leita að mömmu og vera að sjá hana til dæmis í hvítum svönum sem fljúga fram hjá eða í flottum konum sem ég sé á götunni. Þetta er þessi tilfinning að reyna að grípa fólkið okkar sem er farið í aðra vídd og finna fyrir þeim alltaf. Það er mjög mikið efni til að skapa úr og mamma er bara almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér.“ Birna segist stöðugt finna fyrir henni og alltaf vera nátengd henni. „Ég kom náttúrulega bara inn í heiminn frá henni og hún var alltaf minn helsti peppari. Ef ég er óörugg eða hrædd þá finn ég hana koma og segja: Birna þú getur þetta alveg, þú þarft ekkert að ofhugsa þetta. Það er mjög dýrmætt.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Hún segir það einnig hafa komið sér á óvart hvað bæði Bleika slaufan og stuttmyndin komu náttúrulega fram og að hún hafi treyst sér til að takast á við þessi verkefni. „Mér fannst ég vera varla manneskja fyrsta árið eftir að hún deyr og ég finn að ég er smám saman að koma aftur. Sérstaklega núna síðustu mánuðina finn ég fyrir orkunni koma aftur. En svo hef ég líka heyrt að sorgin er ekki línuleg. Mig langaði mjög mikið að geta verið með ákveðinn tíma, bara akkúrat hér lýkur þessu ferli, en það er víst ekki þannig, segir Birna kímin. Sorgin eins og algjört „burnout“ Birna segir því einstaklega mikilvægt að vera í góðri tengingu við sjálfa sig og líðan sína. „Þegar ég er með orku þá reyni ég að nýta það og svo þarf maður líka að sætta sig við það þegar manni líður eins og það sé erfitt að díla við þetta allt saman. Að vera í sorg er mjög mikið eins og að vera í miklu burnout-i, orkan er svo rosalega takmörkuð. En svo er það kannski líka þannig að maður sækir í verkefni sem gefa manni orku. Það eru ákveðin verkefni sem taka af manni orku og svo önnur sem gefa manni orkuna. Og þessi verkefni nýverið hafa algjörlega gefið mér mikið.“ Hugsar vel með innsæinu Innsæið spilar líka stórt hlutverk í lífi Birnu sem segist fylgja innsæinu vel. „Það er svo öflugt tól og ég reyni að hugsa vel með innsæinu. Þegar ég var nítján var ég aðeins komin að þolmörkum í brjálæðislega miklum hraða hérna heima en var komin áleiðis í skólanum úti að læra að þekkja mörkin mín. En svo þegar maður lendir í svona miklu áfalli þá getur maður bara líkamlega ekki stýrt þessu, þá er maður svo blátt áfram með það sem maður er að ganga í gegnum.“ Vinir Birnu hafa orð á því í dag að hún sé orðin mjög góð í að vita hvað er best fyrir sig. „Til dæmis að fara snemma að sofa, drekka ekki og allt þetta. Það er mjög skýrt hjá mér að nú hef ég ekki tíma fyrir neitt annað en það sem er gott fyrir mig og mína heilsu.“ Birna hefur lært að setja mörk og gera það sem er best fyrir líkamlega og andlega heilsu sína.Vísir/Dóra Júlía Það hefur ótal margt mótað þessa ungu kjarnakonu en fyrst og fremst er það móðir hennar. „Það hefur mikil áhrif að alast upp með mjög flottri konu. Foreldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára og ég var alltaf svona viku og viku hjá þeim. Það var ótrúlega mótandi að fá að sjá konu sem var óhrædd við að takast á við stór verkefni og fór sínar eigin leiðir. Hún var alltaf að peppa mig og tók mig oft með á spennandi staði. Hún var að vinna á Mogganum og ég var þar að slæpast með og svo var hún að vinna sem þingfréttaritari á Alþingi og ég fékk stundum að vera henni með þar. Þannig að ég fékk svona smjörþefinn af því að vera fullorðin á atvinnumarkaðinum, við hlið hennar. Ég held að það hafi haft áhrif á að vera sjálfstæð og hafa trú á sér. Mjög valdeflandi í rauninni og kenndi mér að fara mínar eigin leiðir og hugsa hvað það er sem ég vil gera.“ Verðmæt stuttmynd með foreldrum sínum Það er augljóst að Birna er óhrædd við að takast á við persónuleg verkefni og fyrir nokkrum árum síðan gerði hún stuttmyndina Brávallagata 12 þar sem hún fékk foreldra sína með sér í lið. „Þau eru einmitt fráskilin en ég fékk þau til að hittast fyrir framan Brávallagötu 12 þar sem við bjuggum öll saman áður en þau skilja. Það var mikil þerapía fyrir mig því við vorum aldrei eitthvað að chilla þrjú saman. Þannig að það er mjög dýrmætt fyrir mig að eiga þetta og sérstaklega núna eftir að mamma dó, að eiga þessi lifandi samskipti af okkur þremur.“ View this post on Instagram A post shared by BIRNA KETILSDO TTIR SCHRAM (@birnaschram) Húmorinn mikilvægt haldreypi Birna segir verk sín mjög oft einkennast af einhverju hráu og ófegruðu en svo komi gjarnan húmor ofan á það. Í verkum sínum er hún óhrædd við að ögra sér með lífsgleðina og húmorinn alltaf að vopni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að koma húmornum áleiðis og það er líka kannski bara hvernig ég díla við mín tráma, að búa til eitthvað smá djók úr því. Að blanda lífinu og öllu sem því fylgir saman við kómíkina. Ég las einhvers staðar að sem skáld eða höfundur þurfirðu að vera svolítið nakinn og sýna hvernig þér líður og hvað þú ert að ganga í gegnum. Þetta þarf svo ekki að vera bara um mig, mína lífsreynslu eða foreldra mína. Fólk getur upplifað verkin út frá sér, kannski er það sjálft skilnaðarbarn eða hefur verið í sorginni líka. Mér finnst þessir sammannlegu hlutir svo áhugaverðir sem við getum speglað okkur í og fólk getur sjálft farið inn í sína eigin reynslu frekar en að þetta snúist bara um mína reynslu. Ég finn alltaf í verkunum sem ég er í kvíðakasti yfir að þá er kveikjan að kvíðanum oft að þetta er eitthvað sem er satt. Þá verð ég að nálgast það. Í staðinn fyrir að búa til einhverja tilgerð eða bara það sem er fallegt að fjalla um.“ Birna heillast að sammannlegum upplifunum og vill að fólk fái rými til að upplifa kvikmyndir hennar út frá sinni eigin reynslu. Vísir/Dóra Júlía „Mikilvægt að muna afhverju maður er að gera hlutina“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Birnu en nú tekur við kærkomin hvíld eftir langa tökutaka. „Ég ætla að fara upp í bústað til ömmu og afa og slaka alveg á,“ segir Birna brosandi og bætir við: „Ég er þó spennt að halda áfram og ég finn alveg að kvikmyndagerð og leikstjórn er eitthvað sem ég elska. Það er svo margt sem er hægt að læra og mér finnst svo spennandi að ég verð örugglega allt lífið að halda áfram að læra nýja hluti innan leikstjórnar og kvikmyndagerðar. Mig langar mjög mikið að halda áfram að gera kvikmyndir og fá tækifæri til að vinna með fólki og læra af því. Á sama tíma ætla ég að halda ótrauð áfram að gera þetta á eigin forsendum og reyna að dragast ekki inn í hraðann. Það er mikilvægt að muna afhverju maður er að gera hlutina.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Bleiku slaufuna.
Geðheilbrigði Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira