Grættu þjálfarann sinn eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 12:30 Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea liðið undanfarinn áratug. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea undanfarin ár og liðið vann meðal annars tvöfalt á síðustu leiktíð. Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer)
Enski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira