Svona getur Verstappen orðið heimsmeistari um helgina Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 16:31 Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Þrátt fyrir að sex keppnishelgar séu eftir af yfirstandandi tímabili í Formúlu 1 mótaröðinni getur ríkjandi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen sem er ökumaður Red bull Racing, tryggt sér sinn þriðja heimsmeistaratitil á ferlinum er Formúla 1 mætir til Katar. Red Bull Racing hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2023 og er aðeins tímaspursmál þar til að seinni heimsmeistaratitillinn, í flokki ökumanna, fullkomni tímabilið hjá liðinu. Verstappen, sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á tímabilinu, hefur 177 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Svo getur vel farið að Verstappen verði fyrsti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sprettkeppninni sem fram fer í Katar á laugardaginn kemur. Jafnvel þó Perez muni standa uppi sem sigurvegari í sprettkeppninni þá myndi Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn með því að enda í öðru til sjötta sæti. En í grunninn mun Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Katar ef forskot hans á toppi stigakeppni ökumanna á liðsfélaga hans Sergio Perez stendur í 146 stigum eða meira eftir keppnishelgina. Katar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull Racing hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2023 og er aðeins tímaspursmál þar til að seinni heimsmeistaratitillinn, í flokki ökumanna, fullkomni tímabilið hjá liðinu. Verstappen, sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á tímabilinu, hefur 177 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Svo getur vel farið að Verstappen verði fyrsti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sprettkeppninni sem fram fer í Katar á laugardaginn kemur. Jafnvel þó Perez muni standa uppi sem sigurvegari í sprettkeppninni þá myndi Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn með því að enda í öðru til sjötta sæti. En í grunninn mun Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Katar ef forskot hans á toppi stigakeppni ökumanna á liðsfélaga hans Sergio Perez stendur í 146 stigum eða meira eftir keppnishelgina.
Katar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira