Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 11:48 Um fimmtán hundruð Venesúelamenn hér á landi bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira