Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 11:37 Umfangsmikil leit var gerð að hinni níu ára gömlu Charlotte Sena, sem fannst heil á húfi á heimili manns. Lögreglan í New York-rík Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Charlotte Sena var ásamt fjölskyldu sinni í útilegu í Moreau Lake-þjóðgarðinum í New York-ríki. Í kjölfarið hófst mikil leit af stúlkunni. CNN fjallar um málið. Um það bil 36 klukkustundum eftir að greint var frá hvarfi Charlotte fór maðurinn sem er grunaður um að ræna henni, að heimili hennar og fjölskyldu hennar og kom fyrir bréfi í póstkassa hússins. Þar krafðist hann lausnargjalds. Lögregla uppgötvaði bréfið og hóf um leið rannsókn á því, en foreldrar stúlkunnar voru enn í þjóðgarðinum að leita að Charlotte. Rannsókn leiddi í ljós fingraför sem virtust tilheyra hinum 47 ára gamla Nelson Ross. Upplýsingar um fingraför hans voru til í gagnagrunni lögreglu frá því að hann hafði keyrt undir áhrifum áfengis árið 1999. Lögreglulið réðst í kjölfarið inn í húsið þar sem Ross var talinn halda sig og þar var hann handtekinn, jafnframt fannst Charlotte inni í skáp í húsinu. Yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi verið heil á húfi. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að hitta foreldra sína aftur. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, segir að eðli málsins samkvæmt hafi málið tekið mikið á. „Með hverri klukkustund sem leið dvínaði von okkar. Við höfum heyrt sögur sem þessar, sem enda illa,“ er haft eftir henni. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Charlotte Sena var ásamt fjölskyldu sinni í útilegu í Moreau Lake-þjóðgarðinum í New York-ríki. Í kjölfarið hófst mikil leit af stúlkunni. CNN fjallar um málið. Um það bil 36 klukkustundum eftir að greint var frá hvarfi Charlotte fór maðurinn sem er grunaður um að ræna henni, að heimili hennar og fjölskyldu hennar og kom fyrir bréfi í póstkassa hússins. Þar krafðist hann lausnargjalds. Lögregla uppgötvaði bréfið og hóf um leið rannsókn á því, en foreldrar stúlkunnar voru enn í þjóðgarðinum að leita að Charlotte. Rannsókn leiddi í ljós fingraför sem virtust tilheyra hinum 47 ára gamla Nelson Ross. Upplýsingar um fingraför hans voru til í gagnagrunni lögreglu frá því að hann hafði keyrt undir áhrifum áfengis árið 1999. Lögreglulið réðst í kjölfarið inn í húsið þar sem Ross var talinn halda sig og þar var hann handtekinn, jafnframt fannst Charlotte inni í skáp í húsinu. Yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi verið heil á húfi. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að hitta foreldra sína aftur. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, segir að eðli málsins samkvæmt hafi málið tekið mikið á. „Með hverri klukkustund sem leið dvínaði von okkar. Við höfum heyrt sögur sem þessar, sem enda illa,“ er haft eftir henni.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira