Erlent

Deila Nóbels­verð­­launum fyrir rann­­sóknir á skammta­punktum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá blaðamannafundi sænsku vísindaakademíunnar í morgun.
Frá blaðamannafundi sænsku vísindaakademíunnar í morgun. AP

Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár.

Sænska vísindaakademían greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun, en þrímenningarnar hljóta verðlaunin fyrir rannsóknir sínar með skammtapunkta (e. quantum dots).

Skammtapunktar eru mikið notaðir við framleiðslu á LED-sjónvarpsskjám, sólarsellum og á sviði læknavísinda þar sem notast er við skammtapunkta til að fjarlægja æxli.

Lesa má um skammtabita og skammtapunkta á vef Vísindavefs Háskóla Íslands.

Bawendi starfar nú við Massachusetts Institute of Technology (MIT), Brus við Columbia University og Ekimov við Nanocrystals Technology.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023

  • Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 4. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Tengdar fréttir

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×