Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið
![Stefán Helgi Jónsson, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu, Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Ingólfur Snorri Kristjánsson, forstöðumaður skuldabréfastýringar hjá Íslandssjóðum, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningu Arion banka.](https://www.visir.is/i/E96839C5F4F2E2429164BC947B29B04F8B8F9C4D535F0F56FABC8590307D3E49_713x0.jpg)
Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3C2F30481BFEB244A50D175DAC7A6D926B806F74D0742DAC97D77980C11F04A0_308x200.jpg)
Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“
Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum.