Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna.

Innherji
Fréttamynd

Hvetja aðildar­ríki til að bjóða sparnaðar­leiðir með skatta­legum hvötum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Að þekkja sín tak­mörk

Í síðustu viku var haldið upp á 10 ára afmæli samninga íslenska ríkisins við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Það var þörf upprifjun enda gjörbreyttist staða Íslands til hins betra eftir það.

Skoðun
Fréttamynd

Virði gulls í methæðum

Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leið­sögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.

Innherji
Fréttamynd

Vara við á­hrifum verð­leiðréttingar á er­lenda fjár­mögnun ís­lenskra fé­laga

Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum.

Innherji
Fréttamynd

T+1 fram­undan í Evrópu. Er ís­lenski markaðurinn til­búinn?

Verslun og viðskipti með ýmsa vöru og þjónustu á internetinu er nokkuð skilvirk og yfirleitt er lítið mál að panta vöru eins og til dæmis skó og fá þá afhenta samdægurs. Ef þú ætlar hins vegar að fjárfesta í hlutabréfum skóframleiðandans, færðu þau ekki afhent fyrr en tveimur dögum eftir kaupin.

Umræðan
Fréttamynd

Er­lend staða ís­lenska þjóðar­búsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu

Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar.

Innherji
Fréttamynd

Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða

Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu.

Innherji
Fréttamynd

„Ég hef al­veg heyrt mun verri hug­myndir en þetta“

Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir.

Innlent
Fréttamynd

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Af­koman batnar frá fjár­málaáætlun en aðhalds­stigið „því sem næst hlut­laust“

Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra grein­enda

Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Innherjamolar