Nota lífsýni til að bera kennsl á lík Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 15:56 Lögregluþjónar virða fyrir sér staðinn þar sem rútan fór fram af brúnni. AP/Antonio Calanni Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim. Hvað olli slysinu liggur ekki fyrir en um þrettán tonna rafmagnsrútu var að ræða. Vitni segja að rútan hafi ekið utan í vegrið um það bil fimmtíu metra, áður en rútan fór fram af brúnni og féll um fimmtán metra á veg þar fyrir neðan. Við það kviknaði í rútunni. Sjá einnig: Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu Samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA er verið að skoða ökurita rútunnar til að reyna að varpa ljósi á hvað gerðist. Búið er að bera kennsl á átta þeirra sem létust, þeirra á meðal er eins og hálfs árs drengur. Í frétt BBC segir að mikið af ungu fólki hafi verið um borð í rútunni og meðal þeirra fimmtán sem slösuðust séu táningar og tvö yngri börn. Tveir bræður frá Þýskalandi, sem eru sjö ára og þrettán ára, brutu bein í slysinu. Báðir foreldrar drengjanna dóu. Fimm eru sögðu í alvarlegu ástandi. Meðal þeirra sem dóu er kona sem var í brúðkaupsferð ásamt eiginmanni sínum. Hún var um tvítugt og lést í slysinu en hann er slasaður og liggur ástand hans ekki fyrir, samkvæmt ANSA. Ítalía Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Hvað olli slysinu liggur ekki fyrir en um þrettán tonna rafmagnsrútu var að ræða. Vitni segja að rútan hafi ekið utan í vegrið um það bil fimmtíu metra, áður en rútan fór fram af brúnni og féll um fimmtán metra á veg þar fyrir neðan. Við það kviknaði í rútunni. Sjá einnig: Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu Samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA er verið að skoða ökurita rútunnar til að reyna að varpa ljósi á hvað gerðist. Búið er að bera kennsl á átta þeirra sem létust, þeirra á meðal er eins og hálfs árs drengur. Í frétt BBC segir að mikið af ungu fólki hafi verið um borð í rútunni og meðal þeirra fimmtán sem slösuðust séu táningar og tvö yngri börn. Tveir bræður frá Þýskalandi, sem eru sjö ára og þrettán ára, brutu bein í slysinu. Báðir foreldrar drengjanna dóu. Fimm eru sögðu í alvarlegu ástandi. Meðal þeirra sem dóu er kona sem var í brúðkaupsferð ásamt eiginmanni sínum. Hún var um tvítugt og lést í slysinu en hann er slasaður og liggur ástand hans ekki fyrir, samkvæmt ANSA.
Ítalía Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira