Handbolti

Öruggt hjá Óðni Þór og félögum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Óðinn Þór í leik gegn Fusche Berlin á síðustu leiktíð.
Óðinn Þór í leik gegn Fusche Berlin á síðustu leiktíð. Vísir/Getty

Svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan sigur í svissnesku deildinni í kvöld þegar liðið mætti Chenois Geneve á heimavelli.

Lið Kadetten hafði talsverða yfirburði í dag og voru komnir í 12-4 þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Staðan í hálfleik var 22:11 og úrslit leiksins svo gott sem ráðin.

Í síðari hálfleik slökuðu meistararnir aðeins á klónni. Munurinn fór reyndar mest upp í þrettán mörk en munurinn að lokum var sá sami og í hálfleik, lokatölur 39-28 fyrir Kadetten Schaffhausen.

Óðinn Þór skoraði fimm mörk í leiknum sínum í dag og nýtti öll sín skot en tvö marka hans komu af vítalínunni. Kadetten Schaffhausen er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig eftir átta umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×