Leyfum börnum að vera börn Sigga Birna Valsdóttir skrifar 4. október 2023 19:31 Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun