„Ánægður að hafa unnið með svona lélega skotnýtingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:35 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sex stiga sigur gegn Val á útivelli 61-67. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
„Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira