Kínverjar ritskoðuðu saklausa íþróttamynd af Asíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 10:32 Kínversku grindahlaupararnir Lin Yuwei og Wu Yanni faðmast eftir úrslitin í 100 metra grindahlaupi á Asíuleikunum. AP/Vincent Thian Íþróttakonurnar Lin Yuwei og Wu Yanni föðmuðust sakleysislega eftir 100 metra grindahlaup á Asíuleikunum en myndin af faðmlaginu er bönnuð í Kína. Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd. Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd.
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira