Kínverjar ritskoðuðu saklausa íþróttamynd af Asíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 10:32 Kínversku grindahlaupararnir Lin Yuwei og Wu Yanni faðmast eftir úrslitin í 100 metra grindahlaupi á Asíuleikunum. AP/Vincent Thian Íþróttakonurnar Lin Yuwei og Wu Yanni föðmuðust sakleysislega eftir 100 metra grindahlaup á Asíuleikunum en myndin af faðmlaginu er bönnuð í Kína. Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd. Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd.
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira