Messi sagði ungum leikmanni Inter að ganga meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:31 Messi er þekktur fyrir að spara hlaupin fyrir þau augnablik þegar hann er með boltann við tærnar. Lintao Zhang/Getty Images Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum. Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira