Halda HM í fótbolta saman en rífast um að fá úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 09:00 Spánn og Marokkó mættust í sextán liða úrslitum á síðasta HM og þar fagnaði Marokkó sigri í vítakeppni. Getty/Marvin Ibo Guengoe Í vikunni var tilkynnt að Spánn, Marokkó og Portúgal muni halda saman heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þjóðirnar þurfa því að vinna vel saman en strax má lesa fréttir um ósætti þeirra á milli. Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023 HM 2030 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023
HM 2030 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira